Suðurpóllinn er sá punktur, syðst á Jörðinni, þar sem allir lengdarbaugar koma saman og mætast í einum punkti. Ásamt Norðurpólnum er hann sá punktur á jarðkringlunni sem er fjarlægastur miðbaug. Norðmaðurinn Roald Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn þann 14. desember 1911.

Thumb
Landfræðilegi Suðurpóllinn.

Segulsuður

Skammt frá hinum landfræðilega suðurpól er segulsuður sem er sá punktur á jörðinni þar sem allar línur jarðsegulsviðsins beinast 'upp á við' í átt að segulnorðri. Staðsetning segulsuðurs er síbreytileg og sífellt þarf að endurreikna nákvæma staðsetningu þess.

Óaðgengipóllinn - landfræðileg miðja

Sá staður á Suðurskautslandinu þar sem jafnlangt er í allar áttir til strandar Suðurhafsins kallast óaðgengipóllinn. Mun erfiðara er að komast að honum en hinum landfræðilega pól sem er í tæplega 900km fjarlægð. Fyrsti hópur gangandi manna komst á pólinn þann 20. janúar 2007 eftir sjö vikna för en fyrst komust menn að honum árið 1958, þá á vélsleðum.

Tengt efni

Tenglar

  • „Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?“. Vísindavefurinn.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.