Hirðingjareynir er lauffellandi tré eða runni frá Suðvestur-Asíu af reynisætt.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Samheiti ...
Hirðingjareynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Tianshanicae
Tegund:
Sorbus tianschanica

Samheiti

Sorbus tianschanica f. violaceocarminata N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. sanguinea N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. guttiformis N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. flava Gan & N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. aurantiacorosea N.N. Bugaev
Pyrus thianschanica Regel

Loka

Lýsing

Hirðingjareynir er lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m. hátt. Ársprotar mjög mikið glansandi, rauðbrúnir. Brum eru keilulaga, dúnhærð, allt að 10 mm, með hvít hár, einkum í oddinn og á jöðrum brumhlífarblaðanna. Blöðin eru fjaðurlaga, 13-15 sm með 5-7 pör af smálaufum. Smáblöðin mjólensulaga, grasgræn, glansandi að ofan. Blómin í gisnum hálfsveip, hvít, sjaldan bleikleit. Berin eru skarlatsrauð, allt að 0,9 sm í þvermál[1] Litningatala er 2n=24.

Uppruni og búsvæði.

SV-Asía, Afghanistan, V-Pakistan, Rússland, Kína (Gansu, Qinghai, Xinjiang). Vex í fjalladölum, oft meðfram ám og í skógarjöðrum í 2000-3200 m hæð.[2] Hirðingjareyni hefur verið sáð á Íslandi og komið í ljós að hann er frekar harðgerður og hefur ekki kalið og fer snemma af stað.[1]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.