From Wikipedia, the free encyclopedia
Smákaka er lítil, flöt ofnbökuð kaka sem oftast inniheldur hveiti, egg og sykur. Einnig er oft bætt við bragðefnum, súkkulaði, smjöri, hnetusmjöri eða þurrkuðum ávöxtum. Algeng bragðefni eru möndlur og hnetur, vanillusykur, kókos, kanill, hafragrjón, kakó og sýróp.
Smákökur eru venjulega bakaðar þangað til þær eru stökkar eða nógu lengi til að vera mjúkar en sumar tegundir eru þó ekki bakaðar. Smákökur eru þéttari í sér en kökur bakaðar í formi sem kemur af því að í smákökum er lítið vatn en oft feiti eða egg. Smákökur eru sennilega upprunnar á 8. öld í Persíu eftir að sykur varð algengur þar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.