From Wikipedia, the free encyclopedia
Oddbjarnarsker eða Skeri er eyja á Breiðafirði og tilheyrir hún svokölluðum Vestureyjum. Löngum voru þar margar verbúðir og mest er talið að hafi verið 30 verbúðir á skerinu. Róðrar lögðust þó af á 20. öld.
Skerið er talið vera nefnt eftir Oddbirni gamla, sem er talinn hafa numið land hér eða að minnsta kosti stundað róðra úr skerinu.
Oddbjarnarsker er hvergi hátt, þó hæst austantil og eru sandstrendur um það nær allan hringinn. Inni á skerinu hefur melgresi numið land. Í fjöruborðinu á einum stað eru Vatnssteinar, þrjú jarðhitauppstreymi. Vatnið er 70 til 80°C og voru forðum settir blýtappar í tvö þeirra til að auka vatnsflæði í því þriðja - því sem auðveldast var að taka vatn úr. Aðrar vatnslindir eru engar í eynni.
Í skerinu er mikil lundabyggð og er það grösugt af fugladriti. Í því miðju er lítil laut sem nefnist Skötutjörn en þar var jafnan gert að þeim fiski sem dreginn var þar á land.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.