From Wikipedia, the free encyclopedia
Settur réttur í íslenskri réttarspeki er ein réttarheimildanna og skiptist í settan rétt í þrengri merkingu og settan rétt í rýmri merkingu.
Ármann Snævarr skilgreindi settan rétt svona: Með orðunum settur réttur er átt við skráðar yfirlýsingar handhafa allsherjarvalds sem hafa heimild að stjórnlögum eða öðrum lögum til að mæla fyrir um háttsemi manna. Hefur Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands notast við skilgreiningu Ármanns og segja má að hún sé almennt viðurkennd meðal íslenskra fræðimanna.
Með settum rétti í þrengri merkingu er átt við lög sem eru sett með heimild í 2., 28., 42. eða 79. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands (lög nr. 33/1944). Þá flokkast önnur lög, sem stjórnarskráin áskilur, einnig til setts réttar í þrengri merkingu. Þau kallast almenn lög, bráðabirgðalög, fjárlög og stjórnskipunarlög.
Almenn lög eru sett af Alþingi og forseta Íslands með heimild í 2. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands (hér eftir skammstöfuð stj.skr.).
Löggjafinn getur í raun sett lög um hvaðeina sem honum sýnist, svo lengi sem það fer ekki gegn stjórnarskránni. Þó má ekki breyta stjórnarskránni með almennum lögum eða greiða fé úr ríkissjóði með almennum lögum.
Bráðabirgðalög eru sett af forseta Íslands fyrir atbeina ráðherra. Þau eru sett með heimild í 28. gr. stj.skr. sem segir Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög er Alþingi er ekki að störfum. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný. Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið. Eins og sjá má á ákvæðinu þarf brýna nauðsyn að bera til og Alþingi má ekki vera að störfum þegar bráðabirgðalög eru sett. Oft hefur verið látið á það reyna fyrir dómi hvort brýna nauðsyn hafi borið til setningar laganna, en hefur Hæstiréttur hingað til komist að þeirri niðurstöðu að veita verði löggjafanum (í þessu tilfelli forsetanum) mikið svigrúm við ákvörðun þess efnis. (sjá þó sératkvæði í Hæstaréttardómi frá 1995 bls. 2417 í dómasafni. Þar virðist mega merkja að Hæstiréttur vilji herða kröfurnar á brýnni nauðsyn þar sem Alþingi situr nú allt árið.)
Fjárlög eru sérstök að því leiti að skylda liggur á ríkisstjórninni til að leggja fram frumvarp til fjárlaga á hverju ári. Ekki má veita fé úr ríkissjóði nema heimild sé til þess í fjárlögum. Lengi tíðkaðist að veita fé úr ríkissjóði með þingsályktunum, en tekið var fyrir það með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995. Þar sem erfitt kann að reynast að sjá nákvæmlega fyrir um útgjöld ríkissjóðs er heimilt að leggja fram fjáraukalög, þar sem fjárlög síðastliðins árs eru leiðrétt.
Stjórnskipunarlög eru lög sem lögð eru fram til að breyta stjórnarskránni.
Stjórnskipunarlög eru æðsta réttarheimildin. Lög og reglugerðir mega ekki brjóta gegn henni og ber stjórnvöldum að haga sér með hana í huga.
Einnig nefndur stjórnsýslufyrirmæli. Réttlægri en settur réttur í þrengri merkingu. Oftast þarf einhvers konar lagaheimild til að setja stjórnsýslufyrirmæli, sér í lagi ef um íþyngjandi fyrirmæli er að ræða.
Forseti hefur, sem æðsti handhafi framkvæmdavalds, heimild til að gefa út almenn fyrirmæli. Nefnast þau forsetaúrskurðir, forsetabréf, tilskipanir og reglugerðir.
Þingsályktanir eru afgreiddar eftir tvær umræður á Alþingi. Stundum setur Alþingi almennar bindandi reglur og falla þær í þennan flokk. Sem dæmi má nefna þingsályktun um starfshætti umboðsmanns Alþingis.
Þau heita ýmsum nöfnum en eru þó jafnrétthá. Örlítill blæbrigðamunur kann að vera á þeim eftir heiti, t.d. felur heitið "samþykkt" í sér staðbundna reglu, en sem fyrr segir eru þau jafnrétthá.
Langalgengasta nafnið. Oftast stendur ráðherra að slíkum reglum annaðhvort með því að gefa þær sjálfur út eða staðfesta þær.
Þetta heiti er nánast horfið.
Innihalda gjarnan almenn fyrirmæli um verksvið, starfsskyldur, réttarstöðu og starfskjör starfsmanns.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.