From Wikipedia, the free encyclopedia
Sergej Aleksandrovítsj Karjakín (f. 12. janúar 1990) er rússneskur stórmeistari í skák. Áhugi hans og hæfileikar fyrir skák komu snemma fram og hann heldur heimsmetið fyrir að vera yngstur til að ná stórmeistaratitli en þeim árangri náði hann 12 og hálfs árs. Árið 2016 mætti hann Magnus Carlsen í heimsmeistaeinvígi eftir að hann vann forkeppnina í Moskvu. Carlsen vann einvígið í bráðabana eftir að leikar voru jafnir eftir 12 kappskákir.
Karjakín hefur 8 sinnum keppt á Ólympíumótinu í skák, þrisvar fyrir Úkraínu og fimm sinnum fyrir Rússland og vann alls þrjú gull, tvö silfur og eitt brons. Hann vann ennfremur gull í liða-heimsmeistarakeppninni í skák fyrir Rússland 2013.
Karjakín var settur í sex mánaða keppnisbann árið 2022 eftir að hann lýsti yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu.[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.