From Wikipedia, the free encyclopedia
Semball er strengja- og hljómborðshljóðfæri og forveri píanós. Semball hefur hljómborð, en hver lykill tengist „þorni“ sem griplar strengi á láréttri hörpu í stað þess að slá á þá eins og í píanói. Náskyld hljóðfæri eru klavíkord, spínetta og virgínall.
Semballinn var algengt hljóðfæri á barokktímanum og margir nútímasemballeikarar sérhæfa sig í tónlist frá þeim tíma.
Orðið semball á uppruna sinn í ítalska orðinu „cembalo“ sem er stytting á orðinu „clavicembalo“ sem hefur sömu merkingu.
Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi í semballeik á Íslandi. Aðrir þekktir íslenskir semballeikarar eru Anna Margrét Magnúsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.