From Wikipedia, the free encyclopedia
Schwyz er kantóna í Sviss og er ein af stofnkantónum landsins. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Schwyz. Kantónan er nafngefandi fyrir sambandsríkið Sviss.
Höfuðstaður | Schwyz |
Flatarmál | 908 km² |
Mannfjöldi – Þéttleiki |
151.396 (2013) 165/km² |
Sameinaðist Sviss | 1291 |
Stytting | SZ |
Tungumál | Þýska |
Vefsíða | [http://www.sz.ch |
Schwyz liggur nokkuð miðsvæðis í Sviss, við norðurjaðar Alpafjalla. Hún takmarkast að norðan við Zürichvatn og að vestan við Vierwaldstättersee. Aðrar kantónur sem að Schwyz liggja eru St. Gallen fyrir norðaustan, Glarus fyrir austan, Uri fyrir sunnan, Luzern og Zug fyrir vestan og Zürich fyrir norðvestan. Mikið af stórum stöðuvötnum er í kantónunni. Íbúar eru 141 þúsund og eru þeir þýskumælandi.
Skjaldarmerki Schwyz er alrauður með litlum, hvítum krossi efst í hægra horninu. Upphaflega var merkið aðeins alrautt og merkir blóð. Hvíti krossinn birtist fyrst 1470 og var léður af páfanum. Ríkisfáni Sviss var tekinn upp eftir merki Schwyz mjög snemma eftir stofnun Sviss árið 1291.
Ekki er vitað hvaðan heitið Schwyz er komið en víst þykir að það er ekki úr alemönnsku eða latínu. Sagan segir að fyrir daga Rómverja hafi þjóðflokkur að norðan sest þar að. Tveir bræður, Suit og Scheijo, háðu einvígi um það hvor þeirra mætti veita staðnum nafn. Þar drap Suit bróður sinn Scheijo. Ekki er ólíklegt að úr Suit varð Schwyz. Heitið kemur fyrst við skjöl árið 970. Hins vegar var heitið Schwyz snemma notað fyrir landið Sviss í heild, þar sem Schwyz var ein stofnkantóna landsins og herir kantónunnar þóttu afbragðsgóðir. 1386, eftir sigur Svisslendinga í orrustunni við Sempach, var byrjað að notast við heitið Schwyz fyrir allt landið.
Stærstu bæir í Schwyz:
Röð | Bær | Íbúar | Ath. |
---|---|---|---|
1 | Freienbach | 15 þúsund | |
2 | Schwyz | 14 þúsund | Höfuðstaður kantónunnar |
3 | Einsiedeln | 14 þúsund |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.