Samtök glæpasagnahöfunda (enska: The Crime Writers' Association) eru samtök höfunda glæpasagna sem verðlauna rithöfunda glæpasagna ár hvert með verðlaunum sem kennd eru við rýtinga. Félagar í samtökunum eru yfir 450 og rita bæði skáldsögur og sannsögulegar bækur.

Verðlaun

  • Gullrýtingurinn, fyrir bestu glæpasöguna. Veitt árlega frá 1955.
  • Alþjóðlegi rýtingurinn, fyrir bestu glæpasöguna í enskri þýðingu. Höfundur og þýðandi deila verðlaununum. Veitt árlega frá 2006.
  • Ian Fleming stálrýtingurinn, fyrir bestu spennusöguna í anda James Bond.
  • Gullrýtingur fyrir sanna glæpasögu, fyrir bestu sönnu glæpasöguna. Veitt annaðhvort ár.
  • John Creasy rýtingurinn, fyrir bestu fyrstu glæpasögu höfundar. Einnig nefndur "Ferskt blóð"-rýtingurinn.
  • Bókasafnsrýtingurinn. Til glæpasagnahöfundar sem "veitir lesendum mesta ánægju nú um stundir".
  • Nýliðarýtingurinn. Veittur óútgefnum höfundi sem hefur sent inn besta fyrsta kaflann og útdrátt í árlega samkeppni Samtaka glæpasagnahöfunda.
  • Cartier demantsrýtingurinn. Heiðursverðlaun.
  • Silfurrýtingurinn, fyrir næstbestu glæpasöguna. Verðlaunin eru ekki lengur veitt.
  • CWA Smásagnaverðlaunin, fyrir bestu glæpasmásöguna birta á ensku.
  • Ellis Peters verðlaunin, fyrir bestu sögulegu glæpasöguna.
  • Síðasta-hláturs-rýtingurinn, fyrir skoplegustu glæpasöguna. Verðlaunin eru ekki lengur veitt.

Heimildir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.