Sælgæti, einnig kallað nammi eða gotterí, er haft um matvöru sem neytt er sem ábætis eða millimáls oft í formi lítilla bita sem innihalda mikinn sykur. Sælgæti er oftast selt í skrautlegum umbúðum, og sem dæmi um sælgæti mætti nefna brjóstsykur, karamellur og súkkulaði.

Thumb
Nokkrar tegundir sælgætis

Orðið sælgæti á íslensku

Á íslensku er orðið sælgæti einnig haft um annað og meira en sætindi, t.d. góðan mat (góðmeti) og áður fyrr stundum um nautnir. Það er líka oft notað um það sem fáir standast (sbr. Þetta er hreinasta sælgæti). Í Sálmunum í Biblíunni segir t.d. á einum stað:

Orð rógberans eru eins og sælgæti,
og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.

Samheiti

Sælgæti á sér nokkur samheiti á íslensku. Mætti þar til dæmis nefna þau algengustu sem eru sætindi, gotterí og nammi, en hin tvö síðarnefndu nálgast það að vera barnamál. Orðin humall og kostgæti er einnig haft um sælgæti, en eru frekar sjaldgæf. Sömuleiðis orðið dáði, sem er bæði haft um sælgæti og góðan bita. Gamlar slettur sem notaðar voru um sælgæti voru t.d. orðin slikkerí og sleng. Á Akureyri tala menn oft um sælgæti sem bolsíur (et. bolsía), þó oftast sé það orð haft um brjóstsykur, og er gömul dönskusletta. Á Húsavík nota menn orðið mæra um sælgæti (sbr. t.d. Mærudagar). Sætmeti er einnig haft um sætindi og sætan mat.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.