Rússneska keisaradæmið (rússneska: Царство Русское, umrit. Tsarstvo Rússkoje; frá 1721 Россійская Имперія, umrit. Rossíjskaja Ímperíja) var stórveldi í Evrópu og Asíu sem varð til þegar Ívan grimmi stórfursti af Moskvu ákvað, árið 1547, að taka sér titilinn царь tsar, sem merkir keisari. Ívan var fastur í sessi, hafði mikil völd yfir bojurunum og jók verulega við ríki sitt með því að leggja undir sig tatararíkin Kasan og Astrakan. Þótt faðir hans og afi hefðu báðir notað titilinn á undan honum var Ívan sá fyrsti sem var formlega krýndur tsar eða „keisari“, en þeir langfeðgar litu á Moskvu sem arftaka Konstantínópel eftir fall Austrómverska keisaradæmisins og sjálfa sig því sem arftaka rómversku keisaranna.

Thumb
Fílabeinshásæti Ívans grimma.

Eftir að Pétur mikli hafði gert ríkið að einveldi og lagt niður stofnanir bojarasamfélagsins ákvað hann síðan árið 1721 að taka upp evrópska heitið Россійская Имперія Rossíjskaja Ímperíja.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.