Möðruætt[1] (latína: Rubiaceae) er ein stærsta ætt blómplantna. Hún inniheldur 611 ættkvíslir og um 13.500 tegundir. Meðal tegunda sem tilheyra möðruætt er kaffirunninn (Coffea arabica).

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Type genus ...
Möðruætt
Thumb
Blámaðra (Sherardia arvensis)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Maríuvandarbálkur (Gentianales)
Ætt: Möðruætt (Rubiaceae)
Type genus
Rubia
Ættkvíslir

611 talsins.

Loka

Flestar tegundir af möðruætt eru tré eða runnar sem lifa í hitabeltinu en sumar tegundir lifa í tempraða beltinu og eru graskenndar jurtir.[2]

Einkenni

Möðruætt er nokkuð fjölbreytt þegar kemur að plöntueinkennum. Flestar tegundir hafa einföld heilrend lauf sem vaxa gagnstæð eða kringstæð á stönglinum. Plönturnar hafa axlarblöð og sumar tegundir hafa kalsíum oxalat í blöðunum.[2]

Blómin eru undirsætin blóm og vaxa yfirleitt saman í klösum eða í hring í kringum stilkinn. Blómin hafa 4-5 laus bikarblöð, 4-5 laus krónublöð og 4-5 fræfla. Aldinið er klofaldin, hýðisaldin eða ber. Sumar tegundir hafa vængjuð fræ. Hitabeltistegundir hafa oft litrík og áberandi blóm en tegundir á tempruðum svæðum hafa frekar smá og lítið áberandi blóm.[2]

Myndir

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.