Rottufangarinn í Hamel (Rattenfänger von Hameln) er meðal þekktustu þjóðsagna í Þýskalandi. Rottufangarinn er nafn kennt við aðalpersónu þjóðsögunar, óþekktan flautuleikara sem hefur ekkert raunverulegt nafn. Þjóðsagan á rætur sínar allt að miðöldum og segir frá dulafullum manni með flautu sem birtist í borginni Hamel á meðan gríðarleg rottuplága stóð yfir í borginni. Flautuleikarinn virtist eiga töfraflautu sem hann bauðst til að nota til að losa borgarbúa við rotturnar gegn gjaldi, sem hann svo gerði. En þegar borgarbúar neituðu svo að greiða honum gjaldið endaði það með skelfilegum afleiðingum fyrir þá alla. Þjóðsaga þessi er enn lifandi í borginni, sem sjálf er oft kölluð Rottufangaraborgin Hameln (Rattenfängerstadt). Nær öll ferðamennska í borginni snýst um rottur. Myndir af rottum finnast alls staðar í miðborginni, greyptar í gangstéttarhellur, sem brauðform í verslunum og spýturottur eru út um allt í verslunargluggum.

Thumb
Mynd af rottufangaranum frá árinu 1592.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.