From Wikipedia, the free encyclopedia
Reynishverfi er byggðarlag í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Á milli Reynishverfis og Víkur í Mýrdal gengur Reynisfjall (340 m) fram í sjó. Sunnan þess, úti í sjó, eru Reynisdrangar, háir og þverhníptir drangar.
Bæirnir í Reynishverfi standa undir Reynisfjalli, sem er bratt og víða mikil hrunhætta úr því. Einnig getur verið snjóflóðahætta undir fjallinu og í mars 1968 fórst fjöldi fjár er snjóflóð féllu á fjárhús á tveimur bæjum.
Hverfið dregur nafn af landnámsjörðinni Reyni, en þar bjó landnámsmaðurinn Reyni-Björn. Reynir var áður prestssetur en Reynisþing voru sameinuð Sólheimaþingum og hét prestakallið eftir það Mýrdalsþing og prestssetrið var flutt til Víkur 1932. Útræði var töluvert úr Reynishverfi fyrr á tíð. Sveinn Pálsson, náttúrufræðingur og læknir í Vík, liggur í Reyniskirkjugarði.
Syðsti bær á Íslandi er Garðar í Reynishverfi. Þar skammt frá er eyðibýli sem nefnist Hellur. Þar eru nokkrir hellar og í einum þeirra, Baðstofuhelli, bjó séra Jón Steingrímsson fyrsta vetur sinn á Suðurlandi, en hann var bóndi í Mýrdal í fimm ár áður en hann varð prestur þar. Þar var líka þingstaður hreppsins um skeið. Hellirinn er nú friðlýstur og rústir eyðibýlisins einnig. Fagrar stuðlabergsmyndanir eru í Reynisfjalli skammt frá Görðum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.