From Wikipedia, the free encyclopedia
Reykjavík Grapevine er íslenskt tímarit á ensku, ætlað ferðamönnum og enskumælandi íbúum landsins. Blaðið var stofnað í maí 2003, og fyrsta tölublaðið kom út föstudaginn 13. júní. Stefna blaðsins er að vera tæmandi upplýsingaheimild um menningu og viðburði í Reykjavík. Stíll og sjónarmið blaðamanna sem ritstjóra eru háðsk og gagnrýnin, enda er blaðið fyrst og fremst ætlað til afþreyingar. Efni hvers tölublaðs er einnig aðgengilegt á stafrænu formi af heimasíðu blaðsins. Ritstjóri er Valur Grettisson.
Stofnendur Reykjavík Grapevine voru þeir Hilmar Steinn Grétarsson, Jón Trausti Sigurðarson og Oddur Óskar Kjartansson. Tímaritið er núna gefið út í 30.000 eintökum og dreift um land allt. Blaðið kemur út aðra hverja viku að sumri til (apríl-september) og mánaðarlega að vetri til (október-mars), alls 18 sinnum á ári.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.