Puducherry
From Wikipedia, the free encyclopedia
Puducherry er alríkishérað á Indlandi myndað úr fjórum fyrrum hjálendum Frakklands: Pondicherry, Karaikal og Yanam við Bengalflóa og Mahé við Arabíuhaf.
Franska Austur-Indíafélagið stofnaði sína fyrstu nýlendu, Pondicherry, á Indlandi árið 1674. Frakkar eignuðust síðan Mahé, Yanam og Karaikal á fyrri hluta 18. aldar. Þessar nýlendur skiptu oft um eigendur í styrjöldum Frakka. Eftir að þeir endurheimtu þær í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna 1816 var Franska Indland stofnað. Þegar Indland hlaut sjálfstæði var gert samkomulag um að íbúar fengju sjálfir að ráða því hvort þeir sameinuðust því. Franska Indland varð de jure hluti af Indlandi árið 1962 og alríkishéraðið var stofnað árið eftir.
Íbúar Puducherry eru samtals 1,2 milljónir. Opinber tungumál héraðsins eru tamílska, telúgú og malajalam.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Puducherry.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.