Bandarískur leikari og tónlistarmaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Penn Dayton Badgley (fæddur 1. nóvember 1986) er bandarískur leikari. Hann er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Dan Humphrey í sjónvarsþáttaröðinni Gossip Girl. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndunum John Tucker Must Die, The Stepfather, Easy A og Margin Call.
Penn Badgley | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Penn Dayton Badgley 1. nóvember 1986 |
Helstu hlutverk | |
Dan Humhprey í Gossip Girl |
Penn fæddist í Baltimore í Maryland og eyddi barnæsku sinni ýmist í Richmond í Virgínu og Seattle í Washington. Í Seattle gekk hann í Charles Wright-akademíska skólann (í Tacoma í Washington) og var hann í barnaleikhúsinu í Seattle. Hann byrjaði snemma að tala fyrir barna-útvarpsstöðvar.
11 ára, flutti Penn með móður sinni til Hollywood og byrjaði leiklistarferil sinn. Samkvæmt meðleikara Badgleys, Blake Lively, reyndi Penn einnig fyrir sér sem söngvari og gaf út smáskífu árið 1998. Fjórtán ára tók Penn California High School Proficiency Exam og byrjaði í Santa Monica-háskólanum. Eftir að hafa klárað tvö ár í Santa Monica-háskólanum fékk hann inngöngu sem 3. árs nemi í Háskólann í Suður-Kaliforníu (USC), 17 ára gamall. Þar tók hann inngöngupróf samkvæmt reglum.
Í fyrsta sinn sem Penn komst á kreditlista var þegar hann talaði inn á leikinn Mario Golf 64 árið 1999 en hann segist aldrei hafa spilað leikinn sjálfur. Hann endurtók leikinn árið 2000 þegar hann talaði inn á leikinn Mario Tennis 64. Hann birtist fyrst í sjónvarpi í þætti af Will & Grace. Hann fór þá að koma fram í þáttum eins og Daddio, The Brothers Garcia og What I Like About You ásamt fleirum. Hann lék einnig Scott Tucker, yngri bróður Johns Tucker, í John Tucker Must Die. Á opnunarhelgi myndarinnar halaði myndin inn 14,3 milljónum dala,og lenti í 3. sæti yfir gróðamestu myndir helgarinnar. 2. nóvember, hafði myndin samtals halað inn 41 milljón dala.
Fyrsta eftirtektarverða hlutverk Badgleys var hlutverk hans sem Philip Chancellor IV#8 í sápuóperunni The Young and the Restless (2000-2001). Hann var tilnefndur árið 2001 á Young Artist Award fyrir bestu frammistöðu í dagsjónvarpi fyrir þetta hlutverk.
Árið 2002 lék hann í hálftíma seriunni Do Over. Hann lék Joel Larsen, 34 ára mann, sem fær annað tækifæri til þess að lifa lífinu sínu rétt vegna skrýtins slyss sem lætur hann fara aftur til ársins 1980 og er hann þá 14 ára. Þátturinn var frumsýndur á WB-stöðinni, sem er núna CW-stöðin. Hann kom fram í the Tonight Show með Jay Leno þegar Do Over var frumsýndur. Þessi sjónvarpsþáttur var afturkallaður stuttu seinna. Badgley kom seinna fram í Drive Thru og þá lék hann Van en í myndinni lék einnig meðleikkona hans í Gossip Girl, Leighton Meester.
Sumir áhorfendur þekkja hann frá næsta verkefni hans sem Sam Tunney í The Mountain (2004-2005) en þátturinn hætti eftir 1. þáttaröðina. Það sama henti The Bedord Diaries, annan sjónvarsþátt þar sem Penn lék aðalhlutverkið. Á meðan þátturinn var vinsæll var hætt við hann.
Í nýja unglingadramanu leikur Penn Dan Humphrey, son rokkstjörnu frá 10. áratugnum, Rufusar Humphrey (Matthew Settle). Hann leikur kærasta ríku stelpunnar, Serenu van der Woodsen (Blake Lively). Þátturinn snýst um líf unga og ríka fólksins sem ganga í fínan einkaskóla, á meðan þau stunda kynlíf, nota eiturlyf og kljást við önnur unglingavandamál.
Hann leikur einnig í endurgerð myndarinnar The Stepfather frá árinu 1987.
Seint árið 2007 var tilkynnt að Penn væri byrjaður með mótleikkonu sinni úr Gossip Girl og fyrrverandi bekkjarfélaga í æsku, Blake Lively. Í maí 2008 hafði tímaritið People birt myndir af þeim tveimur að kyssast í fríi í Mexíkó. Þau tvö hafa talað meira opinberlega um samband sitt síðan þá. Þau hættu saman haustið 2010.
Í október 2008 kom Penn fram ásamt Blake í MoveOn.org framboðsauglýsingu til stuðnings Barack Obama.
ÁR | TITILL | HLUTVERK | A.T.H. |
---|---|---|---|
999 | Will & Grace | Todd | Þáttur: I Never Promised You an Olive Garden |
Mario Golf 64 | Talsetning | (Rödd) | |
2000 | The Brothers Garcia | Eddie Bauer | (Aukahlutverk) |
Bull | Zack | Þáttur: Love's Labor Lost | |
Mario Tennis 64 | Talsetning | (Rödd) | |
Daddio | Todd | (Aukahlutverk) | |
2001 | The Fluffer | Ungur Sean | (Lítið hlutverk) |
The Young and the Restless | Phillip Chancellor IV | 2000-2001 (Aukahlutverk) | |
2002 | What I Like About You | Jake Wood | Þáttur: Copy That |
Do Over | Joel Larsen | (Aukahlutverk) (sjónvarpsþáttur) | |
2003 | The Twilight Zone | Jace Malone | Þáttur: Homecoming |
2004 - 2005 | The Mountain | Sam Tunney | (Aukahlutverk) (sjónvarpsþáttur) |
2006 | The Bedford Diaries | Owen Gregory | (Aðalhlutverk) (sjónvarpsþáttur) |
John Tucker Must Die | Scott Tucker | (Aukahlutverk) | |
Drive-Thru | Van | (Lítið Hlutverk) | |
2007 - Present | Gossip Girl | Dan Humphrey | (Aðalhlutverk) (sjónvarpsþáttur) |
2008 | Forever Strong | Lars | (Aðalhlutverk) |
2009 | The Stepfather | Michael | (Aðalhlutverk) (Post-production) |
The Juggler | The Stud | (Aukahlutverk) (Pre-production) | |
2010 | Easy A | Woodchuck Todd | (Aukahlutverk) |
Fyrirmynd greinarinnar var „Penn Badgley“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2009.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.