Perluhöfn (enska: Pearl Harbor) er höfn sem liggur vestan við Honolulu á eyjunni Oahu í Hawaii. Stór hluti hafnarinnar og svæðisins í kringum hana er bækistöð bandaríska sjóhersins. Höfuðstöðvar bandaríska kyrrahafsflotans eru í Perluhöfn. Bandaríska ríkisstjórnin fékk fyrst leyfi fyrir skipaviðgerðarstarfsemi þar árið 1887. Þegar Japanar réðust á Perluhöfn árið 1941 flæktust Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina.

Thumb
Perluhöfn séð úr lofti.

Nafn hafnarinnar er dregið af hawaiíska orðinu yfir flóann sem höfnin var byggð í, Wai Momi, sem þýðir „perluvötn“.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.