From Wikipedia, the free encyclopedia
Oddur Þórarinsson (1230 – 14. janúar 1255) var íslenskur höfðingi á Sturlungaöld. Hann var af ætt Svínfellinga, sonur Þórarins Jónssonar og Helgu Digur-Helgadóttur og bróðir Þorvarðar Þórarinssonar. Oddur bjó á Valþjófsstað eins og faðir hans. Þegar Gissur Þorvaldsson fór til Noregs 1254 eftir Flugumýrarbrennu setti hann Odd yfir ríki sitt í Skagafirði og dvaldi hann í Geldingaholti en aðfaranótt 14. janúar um veturinn komu þeir Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson þangað og felldu Odd eftir frækilega vörn, en hann var sagður vígfimasti maður landsins á þeim tíma.
Kona Odds var Randalín Filippusdóttir, sonardóttir Sæmundar Jónssonar í Odda, og bjó hún áfram á Valþjófsstað eftir dráp Odds. Þau áttu tvö börn, Guðmund gríss og Ríkizu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.