From Wikipedia, the free encyclopedia
Nár eða Lík er líkami manns eftir að lífi hans lýkur. Andvana líkami dýrs nefnist aftur á móti hræ, en er stöku sinnum einnig haft um dauðan mann. Kristnir menn jarðsetja lík í kirkjugörðum eða sérstökum grafreitum.
Lík þýðir hvortveggja (lifandi) líkami, þó það sé oftast haft um líkama látins manns. (Líkami þýðir í raun lík-hamur). Önnur orð sem haft er um andvana líkama (manna og dýra) eru orð eins og epja (gamalt orð), hrör (sem getur bæði þýtt dauði og lík) og kilja (frekar sjaldgæft).
Gálgnár er lík af hengdum manni, sænár er sjórekið lík og skernár er lík sem finnst á skeri.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.