From Wikipedia, the free encyclopedia
Norðurland er heiti sem notað er fyrir byggð héruð á norðurhluta Íslands. Vesturmörk svæðisins liggja við botn Hrútafjarðar og austurmörk við Langanes. Svæðinu hefur frá fornu fari verið skipt upp í fjóra hluta eins og landafræði svæðisins hefur gefið tilefni til, þau eru frá vestri til austurs: Húnaþing, Skagafjörður, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur. Siglufjörður yst á Tröllaskaga fellur þó utan þessarar flokkunar og það sama á við um Grímsey.
Svæðið var fyrst sérstaklega afmarkað með skiptingu landsins í fjórðunga á þjóðveldisöld, þá varð til Norðlendingafjórðungur sem var skipt upp í 4 þing ólíkt hinum þremur fjórðungunum sem hverjum var skipt upp í 3 þing. Var þetta gert þar sem Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um skiptingu í þrjá hluta.
Frá 1106 til 1798 var Norðurland sérstakt biskupsdæmi. Biskup Norðlendinga sat á Hólum í Hjaltadal.
Á Norðurlandi bjuggu 37.610 manns þann 1. september 2018.
Norðurland skiptist á milli tveggja kjördæma, Húnaþing og Skagafjörður eru í Norðvesturkjördæmi en Siglufjörður, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur tilheyra Norðausturkjördæmi. Sýslumenn sitja á Blönduósi og Húsavík.
Á svæðinu eru nú 15 sveitarfélög en þau eru:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.