From Wikipedia, the free encyclopedia
Hlaðvarp er útvarps- eða sjónvarpsþáttaröð sem gefin er út á netinu. Hlaðvarp hefur oft svipaða uppbyggingu og útvarpsþættir en er ekki sent út í beinni. Þess í stað hleður hlustandi þeim niður og spilar í síma eða tölvu. Hlaðvarp er svipað streymimiðlun en munurinn er sá að hlaðvarpsforrit notandans sækir sjálfkrafa nýja þætti. Hlaðvarp er vanalega gefið út sem hljóðskrár eða myndbandsskrár.
Hlaðvarpsþættir náðu fyrst mikilli útbreiðslu með tilkomu tónhlaða á borð við iPodinn.
Hlaðvarpsveita er vefsíða sem tekur saman og tengir við marga hlaðvarpsþætti og verður þannig ígildi útvarps- eða sjónvarpsstöðvar á Netinu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.