Möðrudalur á Fjöllum er sveitabær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.

Thumb
Möðrudalur

Kirkjan á Möðrudal var reist af Jóni Aðalsteini Stefánssyni bónda þar til minningar um eiginkonu sína. Hún var vígð 4. september 1949. Jón skreytti kirkjuna sjálfur að innan og málaði altaristöfluna.

Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.