From Wikipedia, the free encyclopedia
Möðrudalur á Fjöllum er sveitabær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.
Kirkjan á Möðrudal var reist af Jóni Aðalsteini Stefánssyni bónda þar til minningar um eiginkonu sína. Hún var vígð 4. september 1949. Jón skreytti kirkjuna sjálfur að innan og málaði altaristöfluna.
Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.