From Wikipedia, the free encyclopedia
Mjólkursýrugerlar eða mjólkursýrubakteríur er hópur Gram-jákvæðra gerla sem allir tilheyra ættbálkinum Lactobacillales og leggja stund á mjólkursýrugerjun. Þeir eru notaðir í matvælaiðnaði til geymsluþolsaukningar með sýringu, svo sem við gerð sýrðra mjólkurafurða á borð við súrmjólk og jógúrt, súrpæklaðs grænmetis á borð við súrkál og sýrðar gúrkur, gerjaðra kjötafurða á borð við spægipylsu, súrdeigs og fjölda annarra gerjaðra matvæla. Mjólkursýrugerlar finnast gjarnan í rotnandi plöntuleifum og nýtast einnig við súrheysgerð. Meðal helstu ættkvísla mjólkursýrugerla má nefna Lactobacillus, Leuconostoc, Pediococcus, Lactococcus og Streptococcus.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.