From Wikipedia, the free encyclopedia
Metalcore (eða metallic hardcore á ensku) er undirgrein þungarokks sem sameinar harðkjarnapönk og öfgamálm eins og þrass, dauðarokk og svartmálm. Það er þekkt fyrir uppbyggingu og breakdown í tónsmíðum þar sem tónlistin brýst út í því miði að fólk hristi hausinn eða headbangi við tónlistina. Söngur er vanalega í öskrandi stíl en sveitir hafa í ríkari mæli blandað hreinum söng við hann.
Rætur metalcores eru frá 9. áratug 20. aldar þar sem hljómsveitir eins og Agnostic Front, Cro-Mags, Killing Time, Exploited og Discharge brutust á sjónarsviðið. Á 10. áratugnum komu fram sveitir eins og Integrity, Earth Crisis, Hatebreed, Converge, Shai Hulud og Vision of Disorder.
Í byrjun 20. aldar varð stefnan ein af vinsælustu undirtegundum þungarokks með sveitum eins og Bleeding Through, Avenged Sevenfold, Killswitch Engage, Hatebreed, Atreyu, Shadows Fall, As I Lay Dying, Unearth, Trivium, Bullet for My Valentine og All That Remains. Þær voru sumar undir áhrifum frá melódísku dauðarokki, sér í lagi frá sænsku sveitinni At the Gates.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.