From Wikipedia, the free encyclopedia
Mars Reconnaissance Orbiter er geimkönnunarfar NASA sem kannar yfirborð reikistjörnunnar Mars frá sporbaug. Geimfarinu var skotið á loft 12. ágúst 2005 og það komst á braut um Mars 10. mars 2006. Þá voru þrjú önnur geimför á braut um Mars: Mars Global Surveyor, Mars Express og 2001 Mars Odyssey, og tveir marsbílar á yfirborðinu: Spirit og Opportunity. Mars Global Surveyor og Spirit hafa síðan hætt að senda gögn.
Mars Reconnaissance Orbiter er með fjölda rannsóknartækja eins og litrófsmæli og ratsjá sem eru notuð til að greina landslag, jarðlög, steindir og ís á yfirborði Mars. Geimfarið fylgist líka með veðri. Það er með nýtt fjarskiptakerfi sem gerir því kleift að senda margfalt meiri gögn til jarðar en eldri geimkönnunarför. Gert er ráð fyrir að það muni halda áfram að starfa fram á 4. áratug 21. aldar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.