McCarthy (einnig ritað MacCarthy) er algengt ættarnafn upprunið frá Írlandi. Uppruni nafnsins kemur frá Carthach an Eoghanacht, konungi frá Cashel, sem dó árið 1045. Sonur hans kallaði sig Muireadhach mac Carthaigh („Muireadhach, sonur Carthach“), sem þá var algengt þar. Muireadhach dó árið 1092, en synir hans Tadhg og Cormac tóku upp MacCarthy (þá Mac Carthaigh) sem ættarnafn. Nafnið Muireadhach er náskylt íslenska kvenmannsnafninu Melkorka.
Almennt
- Andrew McCarthy, leikari, 1962-
- Benni McCarthy, knattspyrnumaður, 1977-
- Carolyn McCarthy, bandarískur neðrideildarþingamður, 1944-
- Sir Charles MacCarthy, írskur hermaður í franskri og breskri þjónustu.
- Cormac McCarthy, rithöfundur, 1933-
- Danny Mc Carthy, írskur listamaður
- Denis Florence MacCarthy, írskt skáld, 1818-1882
- Dennis McCarthy, tónskáld, 1945–
- Sir Desmond MacCarthy, enskur gagnrýnandi, 1878-1952
- Eugene McCarthy, bandarískur þingmaður og öldungadeildarþingmaður, 1916-2005
- Harry McCarthy, skemmtikraftur, skrifaði „The Bonnie Blue Flag“ árið 1861
- Jenny McCarthy, bandarísk fyrirsæta og leikkona, 1972-
- Joe McCarthy, hafnaboltaliðstjóri í Hall of Fame, 1887-1978
- John McCarthy, frægur hafnaboltaliðstjóri.
- John McCarthy, ástralskur sendiherra, 1942-
- John McCarthy, stærðfræðilegur tölvunarfræðingur, 1927-
- 'Stóri' John McCarthy frægur dómari í blönduðum sjálfsvarnaríþróttum
- Joseph McCarthy, lagahöfundur Tin Pan Alley ("You Made Me Love You"), 1885-1943
- Joseph McCarthy, bandarískur öldungadeildarþingmaður 1908-1957 (sjá einnig McCarthyismi)
- Justin McCarthy, írskur stjórnmálamaður og rithöfundur, 1830-1912
- Kevin McCarthy, bandarískur fulltrúadeildarþingmaður, 1965-
- Mary McCarthy, spekingur, ritstjóri og rithöfundur fyrir lista/bókmennta gagnrýnisblaðið Partisan Review, 1912-1989
- Melissa McCarthy, bandarísk leikkona, 1969-
- Mick McCarthy, fótboltakappi og þjálfari, 1959-
- Nicholas MacCarthy, írskur trúarleiðtogi, 1769-1833
- Pete McCarthy, rithöfundanafn bresks útvarpsmanns og rithöfunds ferðasagna, 1952-2004
- Smári McCarthy, íslensk-írskur aðgerðasinni og stjórnmálamaður.
- Terence Francis MacCarthy, sagnfræðingur; stílaður MacCarthy Mór á 9. áratug 20. aldar, 1957-
- Blessed Thaddeus McCarthy, írskur biskup, 1455-1492
- Sir Thaddeus McCarthy, nýsjálenskur dómari, 1907-2001
- Tommy McCarthy, hafnaboltaleikmaður í Hall of Fame, 1863-1922
Konungsfólk
- Fineen Reagh MacCarthy, írskur höfðingi, 1563-1640
- Cormac MacCarthy, lávarðurinn Muskerry, d. 1536
- Sir Cormac MacCarthy, sonarsonur Cormac MacCarthy, lávarður af Muskerry, d. 1616
- Cormac MacCarthy, greifinn Muskerry og Barón Blarney, sonur Sir Cormac MacCarthy, d. 1640
- Donough MacCarthy, greifinn Muskerry og Jarl Clancarty, sonur Sir Cormac MacCarthy, d. 1665
- Charles MacCarthy, elsti sonur Donough MacCarthy, d. 1665
- Justin MacCarthy, greifinn Mountcashel, yngri sonur Donough MacCarthy, greifinn Muskerry, d. 1694
- Donogh MacCarthy, 4. greifinn Clancarty, sonarsonur Donough MacCarthy, greifinn Muskerry, 1670-1734
- McCarthy, Alaska, íbúafjöldi 42
- Charlie McCarthy, fræg trébrúða og fylgdarliði Edgar Bergen, 1903-1978
- McCarthy (hljómsveit), Ensk hljómsveit.
- Dwight McCarthy, persóna í Sin City.