From Wikipedia, the free encyclopedia
Mýrarauði er efnahvarfaset, járnoxíð með breytilegu vatnsmagni sem myndast þannig að jarðvegssýrur, einkum í mýravatni, leysa upp járnsambönd úr bergi. Þau flytjast síðan með vatni og setjast til sem mýrarauði þar sem vatnið afsýrist. Jarðefnisklumpar eða agnir úr mýrarrauða líkjast járnryði að ytra útliti og eru mógulir eða móbraunir á litinn og gjallkenndir viðkomu.
Mýrarrauði myndast þegar vatn tekur í sig járn úr bergi og járnblandað vatn (mýralá) verður fyrir áhrifum frá jurtagróðri. Mýrarrauða er helst að finna í mýrum neðst í fjallshlíðum, og oft má sjá rauðabrák í mýrarflóa sem gefur til kynna að þar sé hann að finna, en slík mýri nefnist rauðamýri. Járn var unnið úr mýrarrauða með rauðablæstri allt til 1500.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.