From Wikipedia, the free encyclopedia
Lucius Aurelius Verus (15. desember 130 – 169) var keisari Rómaveldis á árunum 161 – 169. Hann tók við keisaratigninni, ásamt Markúsi Árelíusi, þegar Antónínus Píus lést, en Antónínus hafði árið 138 ættleitt þá báða með það fyrir augum að þeir myndu taka við af honum.
Lucius Verus | |
Rómverskur keisari | |
Valdatími | 161 – 169 með Markúsi Árelíusi |
---|---|
Fæddur: |
15. desember 130 í Róm |
Dáinn: |
Janúar eða febrúar 169 |
Forveri | Antónínus Píus |
Eftirmaður | Markús Árelíus (einn) |
Maki/makar | Lucilla |
Faðir | Lucius Aelius |
Móðir | Avidia Plautia |
Fæðingarnafn | Lucius Ceionius Commodus |
Keisaranafn | Caesar Lucius Aurelius Verus Augustus |
Ætt | Antónínska ættin |
Tímabil | Góðu keisararnir fimm |
Verus stjórnaði herleiðangri Rómverja gegn Pörþum á árunum 162 – 166. Stríðið snerist í fyrstu um yfirráð yfir Armeníu, því Parþar höfðu steypt af stóli konungi sem var hliðhollur Rómverjum. Rómverjar hröktu Parþa frá Armeníu og settu aftur á valdastól konung hliðhollan sér. Því næst réðust Rómverjar inn í Parþíu og hertóku höfuðborgina, Ctesiphon. Borgin var rænd og rupluð af rómverska hernum og höll keisarans lögð í rúst. Lucius sneri til baka til Rómar, og fagnaði sigrinum ásamt Markúsi, með mikilfenglegum hætti. Þegar herinn hélt til baka frá Parþíu, árið 167, barst með honum plága sem breiddist út og varð að faraldri sem geisaði í mörg ár.
Markús og Lucius héldu árið 168 til landamæra ríkisins við Dóná til þess að bregðast við síendurteknum árásum germanskra þjóðflokka. Þeir sneru þó fljótlega til baka þar sem átökunum var þá lokið í bili. Á leiðinni aftur til Rómar, snemma árs 169, varð Verus skyndilega veikur og lést.
Fyrirrennari: Antónínus Píus |
|
Eftirmaður: Markús Árelíus |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.