From Wikipedia, the free encyclopedia
Lewis eru breskir sakamálaþættir sem voru upphaflega sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV frá 2006 (prufuþáttur) til 2015. Þættirnir eru framhald af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Morse lögreglufulltrúi sem voru sýndir frá 1987 til 2000. Aðalpersóna þáttanna er Robert Lewis (leikinn af Kevin Whately) sem var aðstoðarmaður Morse í fyrri þáttaröðinni. Í Lewis er hann orðinn rannsóknarlögreglumaður sem fæst við morðmál í Oxford, líkt og fyrirrennari hans, ásamt aðstoðarmanni sínum, James Hathaway (Laurence Fox). Þættirnir eru í fullri lengd (einn og hálfur tími), en í síðustu þremur þáttaröðum var hverjum þætti skipt í tvo 45 mínútna þætti fyrir sýningar í Bretlandi (en ekki í öðrum löndum). Þættirnir eru 33 talsins, nákvæmlega jafnmargir og þættirnir í upphaflegu sjónvarpsþáttaröðinni um Morse. Þeir skiptast í 9 þáttaraðir með 3-4 þætti hver.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.