Leon Frank Czołgosz (5. maí 1873 Alpena, Michigan29. október 1901 Auburn, New York) var Bandaríkjamaður sem hneigðist til anarkisma og vann sér það helst til frægðar að ráða af dögum 25. forseta Bandaríkjanna, William McKinley.

Thumb
Leon Czolgosz árið 1900.

Czolgosz var sonur pólskra innflytjenda og var raunverulega skráður sem meðlimur í Repúblikanaflokknum, en varð smám saman æ áhugasamari um anarkisma og félagshyggju. Einkum varð hann fyrir áhrifum frá Emmu Goldmann og Alexander Berkman.

6. september 1901 mætti Czolgosz á heimssýningu í New York, þar sem hann skaut forsetann William McKinley, sem nokkru seinna lést af sárum sínum. Czolgosz var dæmdur til dauða 23. september og af lífi tekinn í rafmagnsstól 29. október 1901.

Emma Goldman var handtekinn vegna gruns um að hún stæði að baki eða ætti nokkra aðild að morðinu, en var sleppt eftir að engar vísbendingar fundust til að færa fyrir því.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.