þjóðarleikvangur Íslands í knattspyrnu From Wikipedia, the free encyclopedia
Laugardalsvöllur er knattspyrnuþjóðarleikvangur Íslands og einnig stærsti leikvangur Íslands. Völlurinn er aðallega notaður við iðkun knattspyrnu en einnig hefur verið aðstaða fyrir frjálsar íþróttir á honum. Þá hafa stórtónleikar verið haldnir á honum (t.d. Elton John, Guns N' Roses og Ed Sheeran). Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu nota leikvanginn sem heimavöll sinn, auk Fram.
Laugardalsvöllur | |
---|---|
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Hnit | 64°08′36.8″N 21°52′44.3″V |
Byggður | 1958 |
Opnaður | 1959 |
Stækkaður | 1965-1970 - Vesturstúkan stækkuð og yfirbyggð 1997 (seinni stúka) 2007 (eldri stúkan) 2024-2025 (hybridgras og færsla vallar, stækkun) |
Eigandi | KSÍ |
Yfirborð | Gras (hybrid frá júní. 2025) |
Arkitekt | Gísli Halldórsson |
Notendur | |
Íslenska knattspyrnulandsliðið, Fram | |
Hámarksfjöldi | |
Sæti | 9.800 |
Stæði | 10.000+ |
Stærð | |
105 x 68 metrar |
Fyrsti leikur á vellinum var Ísland á móti Noregi árið 1957. [1] Völlurinn opnaði þó ekki formlega fyrr en 1959. Stúkan var endurgerð milli 1965 til 1970. Árið 1992 komu flóðljós á völlinn og árið 1997 kom ný stúka austan megin sem tók 3.500 manns. Gamla stúkan vestan megin var svo stækkuð árið 2007.
Metaðsókn á völlinn var árið 2004 þegar Ísland tók á móti Ítalíu en þá voru samtals 20.204 áhorfendur. Ísland sigraði í leiknum með 2 mörkum gegn engu.[2]
Byrjaðar eru framkvæmdir á vellinum sem standa 2024 til 2025. Þá verður lagt hybridgras á völlinn. [3] [4] Völlurinn verður færður í vestur í átt að gömlu, stærri stúkunni og verður hlaupabrautin fjarlægð. Fyrirhugað er að byggja nýja stúku austan megin og að byggja stúkur hringinn um völlinn. [5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.