From Wikipedia, the free encyclopedia
Langbarðar, svo nefndir sökum þess hve sítt þeir létu skegg sitt vaxa, voru germanskur þjóðflokkur frá Norður-Evrópu sem settist að við Dóná á Þjóðflutningatímabilinu, eftir langa ferð frá ósum Saxelfar, sem hófst á 2. öld e.Kr. Þaðan réðust þeir með öðrum þjóðflokkum inn í Ítalíu árið 568, undir stjórn Álfvins Langbarðakonungs. Þeir stofnuðu þar ríki sem náði yfir mestalla Ítalíu, að frátöldu Páfaríkinu sem náði yfir Róm og nærsveitir, og Sikiley og strandhéruðum Suður-Ítalíu sem heyrðu undir Býsantíum. Konungsríki Langbarða stóð til ársins 774, en þá lögðu Frankar það undir sig.
Helsta heimildin um sögu Langbarða er Historia gentis Langobardorum eftir Pál djákna sem var rituð á árunum frá 787 til 796.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.