Líffilma
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Líffilma eða örverufilma er samnæringarsamfélag örvera sem loða saman á frumuveggjum og bindast alls konar yfirborði.[1] Örverurnar mynda um sig net utanfrumufjölliða, sem eru venjulega blanda af fjölsykrum, próteinum, lípíðum og DNA. Þar sem þær hafa þrívíða byggingu og eru samfélagsform, eru líffilmur stundum kallaðar „örveruborgir“.[2][3]
Líffilmur geta myndast á lifandi og dauðu yfirborði og koma fyrir í náttúrunni, í iðnaði og á sjúkrahúsum. Örverufrumur sem vaxa í líffilmum hegða sér á annan hátt en örverur sem svífa um stakstæðar í vökva. Tannsteinn er vel þekkt dæmi um líffilmu, og líffilmur er oft að finna innan í pípulögnum og á botni skipa.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.