Franskur stjórnmálamaður (1872-1950) From Wikipedia, the free encyclopedia
André Léon Blum (9. apríl 1872 – 30. mars 1950) var franskur stjórnmálamaður og sósíalisti. Blum var einn af formönnum vinstriflokksins SFIO (Section française de l'Internationale ouvrière; Frakklandsdeildar alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar) og var tvisvar forsætisráðherra Frakklands, frá 1936 til 1937 og frá mars til apríl árið 1938.
Léon Blum | |
---|---|
Forsætisráðherra Frakklands | |
Í embætti 4. júní 1936 – 22. júní 1937 | |
Forseti | Albert Lebrun |
Forveri | Albert Sarraut |
Eftirmaður | Camille Chautemps |
Í embætti 13. mars 1938 – 10. apríl 1938 | |
Forseti | Albert Lebrun |
Forveri | Camille Chautemps |
Eftirmaður | Édouard Daladier |
Formaður bráðabirgðastjórnar Frakklands | |
Í embætti 16. desember 1946 – 22. janúar 1947 | |
Forveri | Georges Bidault |
Eftirmaður | Vincent Auriol (sem forseti) Paul Ramadier (sem forsætisráðherra) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 9. apríl 1872 París, Frakklandi |
Látinn | 30. mars 1950 (77 ára) Jouy-en-Josas, Frakklandi |
Þjóðerni | Franskur |
Stjórnmálaflokkur | Section Française de l'Internationale Ouvrière |
Trúarbrögð | Gyðingdómur |
Undirskrift |
Þar sem Blum var gyðingur var hann undir miklum áhrifum af Dreyfusarmálinu. Hann var stuðningsmaður franska sósíalistaleiðtogans Jean Jaurès og tók við forystuembætti hans árið 1914.
Blum setti mark sitt á stjórnmálasögu Frakklands þegar hann neitaði aðild að Alþjóðasamtökum kommúnista árið 1920 og þegar hann gerðist forsætisráðherra Frakklands fyrir Alþýðufylkinguna (fr. Front populaire), kosningabandalag franskra vinstriflokka, árið 1936. Hann gat ekki sent hernaðaraðstoð til lýðveldissinna í spænsku borgarastyrjöldinni þar sem meðlimir Róttæka flokksins í ríkisstjórn hans lýstu því yfir að þeir myndu slíta stjórnarsamstarfi til að koma í veg fyrir slíka notkun á frönskum herafla. Þetta leiddi hins vegar til þess að bandalag Blums við franska kommúnista, sem kröfðust aðgerða í þágu spænskra lýðveldissinna, stirnaði og olli því að hann sagði af sér í júní 1937.[1] Hann varð síðar aftur ríkisstjórnarleiðtogi í stuttan tíma, frá 13. mars til 10. apríl 1938. Þegar Frakkland var hertekið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni var Blum handtekinn af Vichy-stjórninni og fluttur í Buchenwald-fangabúðirnar.
Eftir stríðið varð Blum forseti bráðabirgðastjórnar Frakklands frá desember 1946 til janúar 1947. Ríkisstjórn hans beitti sér einkum fyrir því að reisa stjórnsýslukerfi fjórða franska lýðveldisins.
Umbætur Blums bættu starfsskilyrði franskra verkamanna með því að lögleiða launuð leyfi og styttri vinnutíma. Ríkisstjórnir Blums veittu frönskum konum auk þess aukna aðild að ríkisembættum. Blum er í dag talinn einn mikilvægasti stjórnmálamaður fransks sósíalisma.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.