From Wikipedia, the free encyclopedia
Köfun er það að kafa í vatni eða sjó. Köfun getur farið fram án allra fylgihluta, í heitum sjó eða köldum, en kafarar notast oft við snorklu. Það er nefnt fríkafa þegar kafað er án öndunarbúnaðar. Að snorkla er köfun á yfirborði vatns eða sjávar þar sem líkaminn flýtur á vatninu og höfuðið er ofan í vatninu og andað er í gegnum öndunarpípu. Í kaldari sjó og til djúpköfunar klæðast kafarar þurrbúning (eða blautbúning og þá oftast 7-13 mm. neophrene göllum eftir hitastigi sjávar) og bera flotvesti með loftkúti á bakinu en hann er tengdur við þrýstijafnara; svo kallað fyrsta stig. Á þrýstijafnaranum er svo öndunarbúnaður (annað stig) sem kafarinn notar til öndunar neðansjávar. Alla jafna eru tvö önnur stig á þrýstijafnaranum: eitt sem kafarinn notar sjálfur og annað til vara fyrir félagann ef svo ólíklega vill til að búnaður hans bili í köfun. Á íslandi gengur þessi búnaður venjulega undir nafninu „lungu“ sem er þá eitt heiti yfir bæði þrýstijafnaran og öndurnarbúnaðinn.
Köfurum er alla jafna skipt upp í 4 flokka.
Atvinnukafarar sækja um leyfi til atvinnuköfunar hjá Samgöngustofu sem gefur út skírteini að uppfylltum skilyrðum stofnunarinnar.
Hægt er að læra köfun frá 8 ára aldri en þó mælir Divers Alert Netvork með 12 ára aldri þar sem óljóst er hvaða áhrif s.k. "micro bubbles" geta haft á óþroskaða liði og bein barna. Flest allir geta kafað en köfun er þó ekki fyrir alla. Þó eru ýmsar heilsufarsástæður sem geta mælt gegn því að fólk kafi og má þá helst nefna ýmsa öndunarfærasjúkdóma og flogaveiki.
Alla jafna nota sportkafarar hefðbundið loft til innöndunar. Loftið samanstendur af u.þ.b. 21% af súrefni (O2) og 79% af köfnunarefni (N) (þessi hlutföll eru notuð til einföldunnar). Loftið er pressað á kúta sem ýmist eru úr áli eða stáli og þola 200-300 BAR þrýsting. Margir íslenskir kafarar kafa með 15 lítra 232 bara stálkúta sem taka þá 3.480 lítra af lofti (15l*232b= 3.480 litrar). Sportkafarar geta með þessu magni af lofti kafað mis lengi og fer loftnotkun eftir dýpt köfunar og magni linnandaðs lofts á þeim tíma sem kafað er. Sportkafarar hafa ákveðinn tíma sem þeir mega vera í kafi án þess að auka líkurnar á köfunarveiki. Sá tími er kallaður botntími. Kafari getur lengt hjá sér botntíma ef súrefni í loftblöndu er aukið. Sportkafarar geta að undangengnu námskeiði fengið réttindi til að kafa með allt að 40% súrefnis (60% köfnunarefni) blöndu á kútnum hjá sér, s.k. NITROX blöndu . Aukið súrefni í loftblöndu lengir botntíma en á móti kemur að kafarinn getur ekki farið eins djúpt á aukinni súrefniblöndu þar sem hlutaþrýstingur súrefnis verður eitraður undir ákveðnum þrýstingi. Tæknikafarar hafa að undangengnum námskeiðum heimild til að kafa með aukið súrefni allt að 100% (mjög grunnt, notað í afgösun á leið upp á yfirborð) og helium blandað loft. Heliumblandað loft er oftast notað þegar kafað er niður fyrir 50 metra dýpi. Helium blandað loft dregur úr áhrifum djúpsjávargleði (nitrogen narcosis) sem kafarar geta fundið fyrir í mis miklu mæli þegar kafað er niður fyrir 30 metra. Kafarar finna mis mikið fyrir djúpsjávargleði, sumir nánast ekkert en aðrir mikið og getur dagsformið haft áhrif þar á.
Vinsælir köfunarstaðir hjá sportköfurum á Íslandi eru Silfra á Þingvöllum, Davíðsgjá í Þingvallavatni, Kárastaðagjá í landi Kárastaða við Þingvelli, við bryggjuna í Garði, Bjarnagjá í Grindavík, Flekkuvík við Voga, Óttarsstaðir við Straumsvík, Pollurinn á Akureyri (skútan Standard), hverastrýturnar í Eyjafirði, Gíslasker í Arnarfirði og El-Grillo á Seyðisfirði svo einhverjir séu nefndir. Kafarar voru stundum nefndir froskmenn hér áður fyrr.
Á Íslandi er kafað allt árið um kring. 'Sportkafarafélag Íslands' Geymt 17 maí 2014 í Wayback Machine er félagsskapur almennra sportkafara þar er hægt að fá upplýsingar um köfun og köfunarnám.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.