From Wikipedia, the free encyclopedia
Kórinþa, einnig ritað Korinta (á forngrísku: Κόρινθος, Kórinþos), var forngrískt borgríki á Kórinþueiði, sem tengir Pelópsskaga við meginland Grikklands, nokkurn veginn miðja vegu milli Aþenu og Spörtu. Í dag stendur nútímaborgin Kórinþa um 5 km norðaustan við borgarstæði borgríkisins forna.
Á Kórinþueiðinu virðist hafa verið byggð á nýsteinöld, allt frá um 6500 f.kr. fram á fyrri hluta bronsaldar. Á Mýkenutímanum (um 1600 til 11 f.Kr.) virðist sem byggðin hafi verið yfirgefin, en dórískumælandi Grikkir virðast hafa reist þar borg að nýju um 900 f.Kr. Á klassískum tíma var Kórinþa ein af leiðandi borgum Grikklands, ásamt Aþenu, Spörtu og Þebu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.