From Wikipedia, the free encyclopedia
Kyle Howard Rittenhouse (f. 3. janúar 2003) er bandarískur maður sem skaut tvo menn til bana og særði einn með AR-15 stíl riffli í óeirðum í Kenosha, Wisconsin í ágúst 2020 þegar hann var 17 ára. Hann var ákærður fyrir morð, morðtilraun og að leggja fólk í hættu. Hann var einnig ákærður fyrir að bera vopn undir lögaldri og að brjóta útgöngubannið sem var í gildi en dómarinn lagði þær ákærur niður. Réttarhöldin voru haldin í nóvember 2021. Kviðdómurinn sýknaði hann af öllum ákærum eftir að Rittenhouse bar vitni að hafa hleypt af skotunum í sjálfsvörn.
Jafnvel þótt Rittenhouse og allir mennirnir sem hann skaut væru hvítir voru réttarhöldin mjög umdeild vegna þess að óeirðirnar voru haldnar í nafni Black Lives Matter hreyfingarinnar í kjölfar þess að lögreglan í Kenosha skaut svartan mann, Jacob Blake, og særðu hann alvarlega. Ásökuðu hann margir um að vera rasisti.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.