Kúrdistan er lauslega skilgreint landsvæði í Mið-Austurlöndum þar sem Kúrdar eru meirihluti íbúa. Þetta svæði er að stærstum hluta í Tyrklandi (Norður-Kúrdistan) en nær inn í Sýrland (Rojava), Írak (Suður-Kúrdistan) og Íran (Austur-Kúrdistan). Kúrdistan nær yfir norðvesturhluta Zagrosfjalla og austurhluta Tárusfjalla.

Thumb
Kort sem sýnir svæðið þar sem Kúrdar búa.

Sumir kúrdískir þjóðernissinnar vilja stofna sjálfstætt ríki í Kúrdistan meðan aðrir vilja aukna sjálfstjórn innan núverandi landamæra. Kúrdar eru taldir vera á bilinu 35-45 milljónir talsins.

Íraska Kúrdistan fékk sjálfstjórn með samkomulagi við ríkisstjórn Íraks árið 1970. Kúrdistanhérað í Íran nýtur ekki sjálfstjórnar. Eftir að Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst hafa Kúrdar þar tekið völdin í stórum hluta norðurhéraða landsins. Þeir hafa komið á eigin ríkisstjórn og óska eftir sjálfstjórn þegar stríðinu lýkur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.