Kántrí rokk (e. Country rock) líka þekkt sem þjóðlagarokk og suðrænt rokk [1] er undirflokkur af kántrí tónlist sem er samblanda af rokki og kántrí. Þegar talað er um kantrí rokk er oftast verið að vísa í tónlistina hjá rokk tónlistarmönnum sem byrjuðu að spila með miklum kántrí áhrifum frá seint í sjöunda áratugnum yfir í miðjan áttunda áratuginn. Þar má nefna Neil Young, The Byrds og Bob Dylan. Kántrí rokk var vínsælast á áttunda áratugnum þegar The Eagles voru upp á sitt besta.[2]

Staðreyndir strax Uppruni, Hljóðfæri ...
Loka

Tónlistarstíll

Hið almenna kántrí rokk lag er auðsjánlega rokk lag en notar að minnsta kosti eitt hljóðfæri sem er vanalega bara í hefðbundnu kántrí eins og til dæmis fiðla, flygill eða mandólín. Oftast er líka flest hljóðfæri órafmögnuð fyrir utan bassa. Það tíðkast oft að radda samhljómar eru í kántrí stílnum.[1]

Thumb
Bob Dylan að spila í Barcelona

Saga

Uppruni

Seint á sjöunda áratugnum þá var rockabilly alveg horfið frá tónlistarsenunni og mótkúltúrinn eða hippahreyfingin var í fullum krafti. Í þessu umhverfi gat kántrí rokk þróast. Platan hans Bob Dylan Nashville Skyline hafði mikil áhrif á að kántrí og rokk gátu runnið saman, af því að platan var næstum einungis því kántrí tónlist en þar sem að Bob Dylan var var virtur í rokk senunni þá opnaði sú plata kántrí senuna fyrir rokkara.[3][1]

Hápunktur

Kántrí rokk náði hápunkti sínum á áttunda áratugnum. Vinsælust voru Doobie brothers sem komu með ákveðin R&B áhrif Emmylou Harris(sem var fyrrverandi baksöngvari fyir Gram Parsons) var kölluð „drottning kántrí rokks" og Pure prarie league varð mjög vinsælt með 5 topp 40 vinsælustu lögin 1972. The Eagles voru örugglega vinsælastir og plöturnar þeirra Desperado (1973) og Hotel California (1976) fóru í sigurför um Bandaríkin og víðar.[4] [5]

Mikilvægar hljómsveitir og tónlistarmenn

Gram Parsons

Gram Parsons er oft talinn vera faðir kántrí rokks. Hann var meðlimur í The International Submarine Band, the Byrds og The Flying Burrito Brothers. Þessi lagasmiður var frumkvöðull að því að rokkhljómsveitir spiluðukántrí tónlist en sem sóló listamaður fór hann meir og meir í kantrítónlistina. Gram Parsons seldi ekki mikið af plötum en hann hafði mikil áhrif á tónlistarmenn í kringum sig með sínum sérkennilega stíl. Það mætti segja að Gram Parsons hafi haft mestu áhrifin á kántrí rokk en Neil Young er best þekkti kántrí rokk tónlistarmaðurinn. Öll hans verk með Buffalo Springfield, Crosby, Stills, Nash & Young og líka sólóplöturnar hans hafa verið undir miklum áhrifum frá kántrítónlist og hafa átt mikinn þátt í að skapa kántrí rokk.[2] Gram Parsons sagðist aldrei líka vel við nafnið "Country rock" hann taldi stílinn sinn falla betur undir "Country soul" eða kántrí sálartónlist eða jafnvel "cosmic American music" eða alheims Ameríku tónlist.[6]

The Byrds

Þegar Gram Parsons gekkst í lið við the Byrds varð til blanda sem átti eftir að skapa tónlistarstefnuna og hafa gífurleg áhrif á marga tónlistarmenn. Þeir höfðu notið vinsælda áður og náðu svipuðum hæðum og Bítlarnir í Bandaríkjunum á tímapunkti í miðjum sjöunda áratugnum en kántrí áhrif Gram Parsons gerbreytti stefnunni þeirra. Árið 1968 tóku þeir upp sínu fyrsta plötu þessari nýju mynd.[7] Sweetheart of the rodeo er talin ein mikilvægasta og mest einkennandi platan fyrir kántrí rokk af því að hún var fyrsta platan sem að var almennt kölluð kántrí rokk.[7]

Neil Young

Eftir að Neil Youg hætti í kántrí rokk hljómsveitinni Buffalo Springfield árið 1968, þá fór hann að hægt og rólega að gera sjálfan sig að áhrifamesta og einstakasta söngvara/lagasmið af sinni kynslóð. Neil young spreytti sig að sífellu að nýjum tónlistarstílum frá rokkabillí og blús yfir í raftónlist. Þessir mismunandi stílar fengu sam aðeins meiri dýpt þegar litið er á hans aðalstíl, kántrí rokk sem hann átti oft til að taka með hljómsveitinni Crazy Horse. Það voru á hans tíma jafnmargir söngvarar/lagasmiðir og það voru grunge eða kántrí hljómsveitir sem sögðust hafa verið undir áhrifum hans. Neil Young hætti aldrei að endurskapa hljóm sinn og hann er einn af fáum sem að eru jafn mikilvægir fyrir tónlistina í elli sinni og þegar þeir voru ungir.[8]

The Flying Burrito Brothers

The Flying Burrito Brothers hjálpuðu við að gera tenginguna milli rokk og kántrí, og með þeirra fyrsta plötu árið 1969 The Gilded Palace of Sin gerðu þeir stílformið að kántrí rokki. Þótt að hljómsveitin hafi verið vinsæl í stuttan tíma skildu þeir eftir sig plötur sem að áttu eftir að vera gífurlega áhrifamiklar bæði í rokk og kántrí. Þegar Gram Parsons hætti með hljómsveitinni 1970 þá átti hljómsveitin eftir að eiga langan feril sem ein af hinum áhrifamestu hljómsveitunum í kántrí rokki.[9]

Thumb
The Eagles árið 2008 á Long Road out of Eden túrnum. Frá vinstri til hægri eru: Glenn Frey, Don Henley, Joe Walsh og Timothy B. Schmidt

The Eagles

The Eagles sköpuðu Kaliforníu tóninn og voru vinsælustu forsprakkar kántrí rokks. Þeir fínpússuðu stefnuna og gerðu stefnuna afgerandi og viðurkennda. Þeir urðu gífurlega vinsælir með sinni fyrstu plötu The Eagles(1972) platan varð stuttu seinna gullplata.[10]Lögin þeirra standa enn þann dag í dag sem gífurlega vel unnin og metnaðarfull tónlist og með þeirra framlagi til kántrí rokks hafa þeir gert gert stefnuna ódauðlega. Vinsælustu kántrí rokk lögin þeirra eru 'Hotel California', 'Take It Easy', ‘Take It to the Limit, ‘Lyin' Eyes’ og ‘Best of My Love’.[11]

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.