Jaðarlífvera eða jaðarvera er lífvera sem getur lifað við umhverfisaðstæður sem eru fjandsamlegar eða erfiðar flestum öðrum lífverum á jörðinni. Flestar jaðarlífverur eru örverur.
Það eru til margar gerðir af jaðarlífverum, þessi upptalning er ekki tæmandi:
- Sýrukær lífvera(en) þrífst í sýru og er sýrusækin.
- Basakær lífvera(en þrífst í basa og er basasækin.
- Steinbýlingur(en) á heimkynni sín inni í bergi.
- Saltkær lífvera(en) þrífst í saltlausn og þarfnast salts til vaxtar og viðhalds.
- Saltþolin lífvera(en) getur þrifist í saltlausn en þarfnast ekki salts til vaxtar og viðhalds.
- Frumbjarga, efnatillífandi lífvera(en) notar ólífræn efni sem orkugjafa.
- þrýstingskær lífvera(en) lifir undir miklum þrýsingi.
- Málmþolin lífvera(en) getur vaxið í umhverfi þar sem þungmálmar eru til staðar í miklu magni.
- Ólígótrófísk lífveraen þrífst best í næringarefnasnauðu umhverfi.
- Osmókær lífvera(en) þrífst í umhverfi með lága vatnsvirkni, til dæmis vegna mikils magns sykra, salta eða annarra uppleystra efna.
- Fjöljaðarlífvera(en) flokkast undir fleiri en einn flokk jaðarlífvera.
- Kuldakær lífvera(en) vex best við 15 °C eða lægra hitastig.
- Geislaþolin lífvera(en) þolir mikla jónandi geislun.
- Hitakær lífvera(en) þrífst við 60-80 °C.
- Ofurhitakær lífvera(en) þrífst við hitastig yfir 80 °C.
- Hita- og sýrukær lífvera(en) er bæði hitakær og sýrukær.
- Þurrkkær lífvera(en) vex í mjög þurru umhverfi.