From Wikipedia, the free encyclopedia
Hvít blóðkorn (hvítfrumur) eru sérhæfðar frumur í blóði sem sjá um að eyða sýklum, aðskotaefnum úr líkamanum eða líkamspörtum, svo sem æxlum. Auk þess stuðla sum þeirra að því að sár grói. Þau eru stærri en rauð blóðkorn og geta ólíkt þeim farið út úr æðakerfinu í aðra líkamsvefi þar sem þeirra er þurfi. Þær skiptast aðallega í þrjá flokka: kornfrumur (kyrningar), einkjörnunga(einkirninga) og eitilfrumur. Hvítu blóðkornin myndast ekki endilega í beinmerg eins og rauðu blóðkornin. Þau geta myndast víðsvegar um líkamann og eru síðan geymd til dæmis í eitlum.
Líftími hvítra blóðkorna er stuttur enda er hlutverk þeirra að stöðva sýkingar. Í sýkingartilfellum eykst fjöldi þeirra mikið. Augljóst dæmi um slíkt er frumutala í mjólk sem hækkar við júgurbólgu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.