Hrossaþari (fræðiheiti Laminaria digitata) er stórvaxinn brúnþörungur af ættinni Laminariaceae sem vex í Norður-Atlantshafi.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Hrossaþari
Thumb
Vísindaleg flokkun
(óraðað) SAR
Yfirfylking: Missvipur (Heterokonta)
Flokkur: Brúnþörungar (Phaeophyceae)
Ættbálkur: Laminariales
Ætt: Laminariaceae
Ættkvísl: Laminaria
Tegund:
L. digitata

Tvínefni
Laminaria digitata
(Huds.) Lamouroux, 1813
Loka
Thumb
Hrossaþari.

Hrossaþara vex í norðvestur Atlantshafi allt frá Grænlandi suður til Cape Cod og í norðaustur Atlantshafi frá norðurhluta Rússlands og við Ísland suður til Frakklands. Hrossaþari er algengur við strendur Bretlandseyja nema við austurströnd Englands.

Hrossaþari myndar stórar breiður á hafsbotni og getur verið ríkjandi þörungategund. Hann vex mjög hratt miðað við aðrar þörungategundir. Hann er viðkvæmur fyrir beit ígulkerja.

Hrossaþari hefur verið notaður til áburðar og til að bera á land. Á 18 öld var hrossaþari brenndur til að einangra úr honum pottösku sem var notuð við glergerð. Á 19. öld var unnið joð úr hrossaþara. Fyrr á tímum voru þurrkaðir stilkar hrossaþara notaðir til að framkalla fósturlát og að koma af stað fæðingarhríðum.

Tenglar

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.