64°42′7″N 20°58′41″V

Thumb
Hraunfossar við Hvítá í Borgarfirði.

Hraunfossar – (einnig nefndir Girðingar) – er samheiti á ótal tærum, fossandi lindum sem koma undan Hallmundarhrauni, sem á þessum stað er nefnt Gráhraun, og renna í Hvítá í Borgarfirði. Skammt frá Hraunfossum er bærinn Gilsbakki í Hvítársíðu, ferðamannastaðurinn Húsafell er þar í grennd og ekki er langt til Reykholts.

Úrkoma sem fellur á hraunið og jarðvatn sem síast frá umhverfinu, rennur á milli hraunlaga og kemur fram við hraunjaðarinn og myndar Hraunfossa. Vatnið kemur fram undan hraunjaðrinum á um 1 km löngum kafla. Falla þar fram í Hvítá ótal bunur og fossar, um kletta og skógarkjarr, allan ársins hring. Rennslið frá lindunum er um 5 m³/s (rúmmetrar á sekúndu) og vatnshitinn um 3,5°C.

Barnafoss er gljúfri í Hvítár ofan við Hraunfossa. Staðurinn er þekktur fyrir steinboga (brýr) sem áin hefur markað í bergið með ógnarkrafti sínum. Meðalrennsli árinnar er að jafnaði 80 m³/s en hefur í flóðum mælst allt að 500 m³/s. Þá flæðir áin upp úr þrengingunum og yfir nærliggjandi svæði eins og umhverfið ber með sér. Svæðið var friðlýst árið 1987.

Nálægir staðir

Tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.