Hlíðarendi er sveitabær í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Bærinn hefur lengst af verið mikið höfðingjasetur og sýslumannssetur um margra alda skeið. Kirkja var á Hlíðarenda fram til 1802 en þá var hún flutt að Teigi. Árið 1896 voru svo kirkjur á Teigi og Eyvindarmúla lagðar af en ný kirkja reist á Hlíðarenda árið eftir.

Thumb
Hlíðarendi.
Thumb
Gamli bærinn á Hlíðarenda í kringum aldamótin 1900.

Einn þekktasti ábúandi Hlíðarenda var trúlega Gunnar Hámundarson sem kom fram í Njálu. Aðrir þekktir ábúendur þar voru Vísi-Gísli sem stundaði þar tilraunir í matjurtaræktun og skáldið Bjarni Thorarensen.

Þorlákur helgi fæddist árið 1133 á Hlíðarenda. Kirkja á bænum var helguð honum.

Ítarefni

  • Jón Skagan: Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð, Reykjavík 1973.
  • Oddgeir Guðjónsson: "Fljótshlíð", Sunnlenskar byggðir IV, bls. 400, Búnaðarsamband Suðurlands 1982.

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.