hópur hljóðfæraleikara From Wikipedia, the free encyclopedia
Hljómsveit er hópur hljóðfæraleikara, stundum með söngvara eða söngvurum, sem spilar saman í sameiginlegum takti og mestallan tímann í samhljómi (þarf reyndar alls ekki að vera ef hljómsveitin spilar í framsækinni klassískri stefnu). Hljómsveit sem aðeins er skipuð söngvurum er kölluð kór.
Ýmis nöfn eru notuð til að skilgreina eðli sveitarinnar, s.s. stærð og tónlistarstefna. Þegar meðlimir sveitarinnar eru aðeins tveir (þótt deila megi um hvort kalla eigi það hljómsveit) er hún kölluð dúett, þegar þeir eru þrír, tríó, fjórir, kvartett, fimm, kvintett, sex, sextett, sjö, septett, átta, oktett, níu, nonett. Fjölmennari sveitir eru yfirleitt kallaðar eitthvað annað. Í rokktónlist eru þessi nöfn sjaldnast notuð en þau eru viðhöfð í blús, djassi og klassík og af og til í raftónlist. Flestar rokksveitir eru þó kvintettar eða kvartettar og í hráustu afbrigðum hennar eru tríó mjög algeng. Sinfóníuhljómsveit er sennilegast fjölmennasta hljómsveitartegundin.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.