From Wikipedia, the free encyclopedia
Hiksti er krampi i þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki hóf, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur of mikið þenst maginn út og þrýstir á þindina.
Ekki er vitað hvort hiksti gegni einhverju lífeðlisfræðilegu hlutverki, en margir geta sér til um að það hafi eitthvað með það að gera að fóstur fá hiksta við að gera einskonar öndunaræfingar í móðurkviði, af því þau geta ekki andað að sér lofti á kafi í legvatni. Svo heldur þetta áfram sem óþæginlegur kvilli í fullorðnum.
Lágt hlutfall af koltvíildi í blóði gerir hiksta verri, og með að halda inní sér andanum á maður að geta læknað hiksta, en þá eykst koltvíildishlutfall blóðs. Einnig er hægt að lækna hiksta með að anda að sér koltvíildi.
Til eru ýmis önnur ráð við hiksta, til dæmis að kyngja þrisvar án þess að anda á milli, sem truflar hikstann með því að örva kokið, toga í vísifingurna, gleypa mintu, eða drekka ísvatn; að standa á höndum eða halda niðri í sér andanum, að manni bregði eða sé bilt við. Að nudda neðri hluta vélindans með holsjá hefur stundum hjálpað til að lækna hiksta. Í sumum tilvikum hefur verið gripið til þess ráðs að skadda þindartaugina, en ekki er mælt með því. Í neyð hefur verið gripið til lyfja.
Oftast varir hiksti aðeins í stuttann tíma, en það eru þó undantekningar á því. Charles Osbourne, sem á heimsmet fyrir að vera lengst með hiksta, fékk hiksta árið 1922 og hikstaði stanslaust í meira en 60 ár. Hann hikstaði 40 sinnum á mínútu, en það minnkaði síðan í 20 sinnum. Hann átti erfitt með svefn og þjáðist af blóðnösum og uppköstum. Hann var tvígiftur og átti 8 börn. Hann dó um ári eftir að hann hætti að hiksta.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.