From Wikipedia, the free encyclopedia
Hefðbundin kínversk tákn (繁体字,pinyin: fántǐzi) eða hefðbundin kínverska (繁体中文, pinyin: fántǐ zhōngwén) eru kínversk tákn sem eru eldri að gerð en einfaldaða gerðin. Táknin eru mest notuð í Taívan og Hong Kong ásamt vissum kínverskum fjölmiðlum erlendis. Hefðbundnu táknin voru lögð niður í meginlandinu og einfölduðu táknin tekin í gildi eftir að kínverskir kommúnistar komust til valda um 1950. Til aðgreiningar frá einfölduðum táknum þá þarf að skrifa hefðbundnu táknin með fleiri strokum heldur en þau einföldu. Ekki eru öll hefðbundnu táknin frábrugðin þeim einfölduðu, mörg þeirra eru eins. Einfölduðu formin á þessum táknum hafa þó verið í notkun frá árdögum kínverskunar sem auðveldari útgáfur af "formlegu" táknunum. Einfölduðu táknin voru notuð í skrautskrift og bókhald en þau hefðbundnu notuð í allt sem þurfti að vera vel læsilegt og ótvírætt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.