From Wikipedia, the free encyclopedia
Harzfjöll er nyrsti fjallgarður Þýskalands. Þau liggja í Neðra-Saxlandi, Saxlandi-Anhalt og Þýringalandi. Fjöllin hétu upphaflega Hart, en það merkir Fjallaskógur.
Harzfjöll ná yfir rúmlega 2.200 km² landsvæði sem er um 110 km að lengd frá bænum Eisleben í suðaustri til Seesen í norðvestri, og um 30 til 40 km á breidd. Hæsti tindur Harzfjalla er Brocken, 1.141 m.y.s. Brocken er kunnur safnstaður fyrir nornir á Walpurgisnóttu fyrr á öldum. Harzfjöllum er gjarnan skipt í Efri- og Neðri-Harzfjöll (Oberharz og Unterharz). Efri-Harzfjöll einkennast af furu- og greniskógum, en í Neðri-Harzfjöllum eru blandaðir skógar og ræktarlönd.
Harzfjöll byggðust fyrst fyrir um 1.000 árum, en fram að þeim tíma voru þau óaðgengileg sakir þéttvaxinna skóga. Ruðningu markarinnar sér enn stað í staðarnöfnum á svæðinu, en mörg þeirra bera viðskeytið -rode, sem útleggja má sem rutt rjóður.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.